Hvað er hljóðvistardúkur?

Hljóðvistardúkur er sérstakur dúkur sem settur er upp í loft eða á veggi til að bæta hljóðvist. Dúkurinn hefur um 10.000 örsmá göt á hverjum fermetra sem hleypa hljóðbylgjum í gegnum sig. Fyrir ofan dúkinn eru steinullarplötur, og þegar hljóðbylgjurnar lenda á ullinni dreifast þær og deyfast, þannig að hávaði og bergmál minnka verulega.

Loftadúkur er nútímaleg lausn sem sameinar fallegt útlit og frábæra hljóðvist. Með loftadúk og fallegri lýsingu geturðu breytt útliti rýmisins á fljótlegan og snyrtilegan hátt, á sama tíma og þú bætir hljóðvist og dregur úr óæskilegum hávaða.

Hann hentar á heimili, skrifstofur, verslanir, skóla, veitingastaði og önnur rými þar sem hönnun og hljóðgæði skipta máli.

Af hverju loftadúkur?

Af hverju að velja H-Loft ehf.?

  • Sérhæfð þekking og áralöng reynsla á uppsetningu á loftadúkum.

  • Fagleg vinnubrögð og nákvæmni.

  • Efni í hæsta gæðaflokki frá viðurkenndum framleiðendum.

  • Sveigjanleiki í hönnun til að passa við þínar þarfir.

  • Frítt verðmat og ráðgjöf áður en verkefni hefst.

Hlökkum til að heyra frá þér!